„Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 10:05 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. Ólafur var gestur Íslands í dag í gærkvöld. Þar sagði hann helstu breytingarnar í sinni tíð hafa verið þær að gamla flokkakerfið hefði hrunið og að tveggja flokka stjórnir heyrðu sögunni til. Á sama tíma hafi mótmæli almennings rutt sér til rúms sem mikill áhrifaþáttur í íslenskum stjórnmálum, samanber hrunið og afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á þeim nótum var Ólafur spurður út í mótmælin sem nú standa yfir hvern laugardag á Íslandi, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að trufli hann ekki. En trufla þau hann þó ekki aðeins? „Ja, hann verður nú að segja það sjálfur. Auðvitað er þetta aldrei þægilegt. En Bjarni er náttúrulega mjög sjóaður stjórnmálamaður og ég er nú ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu,“ sagði Ólafur. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir Bjarna Benediktsson sjóaðan stjórnmálamann, sem ætti að geta þolað ágjöfina núna vegna sölunnar á Íslandsbanka.Vísir/Vilhelm Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt að um 70% landsmanna bera lítið eða mjög lítið traust til Bjarna Benediktssonar. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um mat almennings á lögmæti bankasölunnar hafa leitt í ljós að flestir telja hana brotið í bága við lög. Bjarni hefur að vísu lýst efasemdum um slíka rannsókn; sagt að með öðru eins sé stofnað til dómstóls götunnar. En geta stjórnmálamenn unnið sig út úr eins snúinni stöðu? „Já, menn geta það. Bjarni hefur mörg líf og hefur lifað af marga brotsjói. Miðað við það ætti hann að hafa þetta af. En hins vegar kemur kannski að því einn brotsjórinn verður of stór,“ segir Ólafur. Nokkuð til í þessu hjá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur ítrekað haldið því fram að ríkisstjórnin hafi starfað í pólitísku skjóli frá heimsfaraldrinum. Að fólk hafi ekki verið að ræða pólitík, heldur bara bregðast við krísuástandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra nýtur lítils trausts á meðal 70% landsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé töluvert mikið til í þessu,“ segir Ólafur. „Þessi ríkisstjórn var fyrst og fremst mynduð árið 2017 utan um stöðugleika. Margir spáðu henni ekki langlífi vegna þess að flokkarnir lengst til hægri og vinstri eru í liði og í raun má segja að það sé grundvallarágreiningur á milli stjórnarflokkanna um mörg meginatriði.“ Eftir hrun segir Ólafur að allar ríkisstjórnir hafi byrjað með 60-80% stuðning í könnunum sem svo hafi farið niður í 30-40% og stjórnirnar svo tapað kosningum. Covid hafi hins vegar breytt stöðunni hjá þessari ríkisstjórn. Fyrir faraldurinn hafi fylgið verið farið að dala, en þegar hann skall á jókst stuðningurinn á ný. „Við höfum séð aðeins vísbendingar um að þetta geti reynst stjórninni erfitt og mér þætti ekki ólíklegt að næsta Gallup-mæling myndi sýna að þetta traust hafi farið niður,“ segir Ólafur. Sjálfstæðisflokkurinn í vandræðum Eins og þekkt er hafa áhrif af bankasölumálinu hríslast inn í sveitarstjórnarmálin í aðdraganda kosninga og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sögulega lágt fylgi í borginni. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er greinilega í vandræðum og það er ekki nýtt. Það er hins vegar enn þá ómögulegt að segja á hvorn veginn þetta fer. Kosningaspá Kjarnans í augnablikinu gefur meirihlutanum 61% líkur, en ef fylgið [hjá Sjálfstæðisflokknum] heldur áfram að minnka útaf landsmálunum, munu þessar líkur bara aukast. En 60% líkur eru ekki mjög háar líkur, þannig að þetta er enn þá mjög knappt,“ segir Ólafur. Ísland í dag Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Ólafur var gestur Íslands í dag í gærkvöld. Þar sagði hann helstu breytingarnar í sinni tíð hafa verið þær að gamla flokkakerfið hefði hrunið og að tveggja flokka stjórnir heyrðu sögunni til. Á sama tíma hafi mótmæli almennings rutt sér til rúms sem mikill áhrifaþáttur í íslenskum stjórnmálum, samanber hrunið og afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á þeim nótum var Ólafur spurður út í mótmælin sem nú standa yfir hvern laugardag á Íslandi, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að trufli hann ekki. En trufla þau hann þó ekki aðeins? „Ja, hann verður nú að segja það sjálfur. Auðvitað er þetta aldrei þægilegt. En Bjarni er náttúrulega mjög sjóaður stjórnmálamaður og ég er nú ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu,“ sagði Ólafur. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir Bjarna Benediktsson sjóaðan stjórnmálamann, sem ætti að geta þolað ágjöfina núna vegna sölunnar á Íslandsbanka.Vísir/Vilhelm Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt að um 70% landsmanna bera lítið eða mjög lítið traust til Bjarna Benediktssonar. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um mat almennings á lögmæti bankasölunnar hafa leitt í ljós að flestir telja hana brotið í bága við lög. Bjarni hefur að vísu lýst efasemdum um slíka rannsókn; sagt að með öðru eins sé stofnað til dómstóls götunnar. En geta stjórnmálamenn unnið sig út úr eins snúinni stöðu? „Já, menn geta það. Bjarni hefur mörg líf og hefur lifað af marga brotsjói. Miðað við það ætti hann að hafa þetta af. En hins vegar kemur kannski að því einn brotsjórinn verður of stór,“ segir Ólafur. Nokkuð til í þessu hjá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur ítrekað haldið því fram að ríkisstjórnin hafi starfað í pólitísku skjóli frá heimsfaraldrinum. Að fólk hafi ekki verið að ræða pólitík, heldur bara bregðast við krísuástandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra nýtur lítils trausts á meðal 70% landsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé töluvert mikið til í þessu,“ segir Ólafur. „Þessi ríkisstjórn var fyrst og fremst mynduð árið 2017 utan um stöðugleika. Margir spáðu henni ekki langlífi vegna þess að flokkarnir lengst til hægri og vinstri eru í liði og í raun má segja að það sé grundvallarágreiningur á milli stjórnarflokkanna um mörg meginatriði.“ Eftir hrun segir Ólafur að allar ríkisstjórnir hafi byrjað með 60-80% stuðning í könnunum sem svo hafi farið niður í 30-40% og stjórnirnar svo tapað kosningum. Covid hafi hins vegar breytt stöðunni hjá þessari ríkisstjórn. Fyrir faraldurinn hafi fylgið verið farið að dala, en þegar hann skall á jókst stuðningurinn á ný. „Við höfum séð aðeins vísbendingar um að þetta geti reynst stjórninni erfitt og mér þætti ekki ólíklegt að næsta Gallup-mæling myndi sýna að þetta traust hafi farið niður,“ segir Ólafur. Sjálfstæðisflokkurinn í vandræðum Eins og þekkt er hafa áhrif af bankasölumálinu hríslast inn í sveitarstjórnarmálin í aðdraganda kosninga og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sögulega lágt fylgi í borginni. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er greinilega í vandræðum og það er ekki nýtt. Það er hins vegar enn þá ómögulegt að segja á hvorn veginn þetta fer. Kosningaspá Kjarnans í augnablikinu gefur meirihlutanum 61% líkur, en ef fylgið [hjá Sjálfstæðisflokknum] heldur áfram að minnka útaf landsmálunum, munu þessar líkur bara aukast. En 60% líkur eru ekki mjög háar líkur, þannig að þetta er enn þá mjög knappt,“ segir Ólafur.
Ísland í dag Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira