Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. apríl 2022 23:55 Mikill styr hefur staðið um Sigurð Inga Jóhannsson sem gegnir embætti innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. Hart var tekist á um Íslandsbankamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var til svara. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri afar svekktur með hvernig útboðið hefði farið en varpaði þeirri ábyrgð á fleiri en ríkisstjórnina, því enginn hefði stungið upp á því í aðdraganda útboðsins að sett yrði lágmarksupphæð sem hæfir fjárfestar yrðu að kaupa fyrir. „Ég er svekktur út í sjálfan mig. En það var því miður enginn, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir sem hæst hafa galað á síðustu dögum,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður loks að sérfræðingarnir sem hefðu ráðlagt ríkisstjórninni í ferlinu hefðu brugðist og hafði einnig þetta að segja um Bankasýslu ríkisins: „Vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni. Ég treysti henni ekki eftir það sem undan er gengið.“ Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð fjármálaráðherra sem sagði eftirfarandi við fréttastofu fyrir sléttri viku þegar hann var spurður út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýsluna niður. „Ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. En það er ekki það sem við erum að gera.“ Eldheitar umræður um ummæli Sigurðar Inga Það var hart sótt að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag en það var ekki bara vegna Íslandsbankamálsins. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag var Sigurður Ingi líka spurður út í óviðeigandi ummæli sín um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem var haldið í byrjun mánaðarins. Ráðherrann var ekki sáttur með að verið væri að rifja það mál upp aftur og spurði hvort málið væri einungis rætt þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar. Þau viðbrögð hans urðu síðan tilefni til sérstakrar umræðu á þinginu í dag þar sem mikill hiti var í fólki. Horfa má á umræðuna í spilaranum hér að neðan að lokinni umfjöllun um Íslandsbankamálið: „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann kemur hérna inn á Alþingi og ræðir þetta mál og hver eru hans viðbrögð? Jú það eru allir svo vondir við hann. Þetta snýst allt um Einar Þorsteinsson eða sveitarstjórnarkosningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafði eftirfarandi að segja: „Ég vísa því til föðurhúsanna að hér séu einhver tengsl milli orðræðu og sveitarstjórnarkosninga. Hversu sjálfhverfir geta menn verið?“ Flokksbróður hennar Sigmari Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann krafðist þess að Framsóknarflokkurinn segi að orðræða á borð við þá sem Sigurður Ingi beitti umrætt kvöld verði ekki liðin. „Ég kalla eftir því að hæstvirtur innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn allur viðurkenni það í verki og orði að svona orðræða eins og formaður Framsóknarflokksins viðhafði um fólk af öðrum uppruna verði ekki liðin,“ sagði hann. „Og ég sé að hæstvirtur ráðherra gengur hér hristandi hausinn út úr salnum og hefur engan skilning á pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hverri einustu manneskju sem býr í þessu landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hefði líklega ekki svarað svona fyrir mánuði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Sigurður Ingi hafi ekki mætt á Alþingi til að svara fyrirspurnum um málið. „Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði litið út fyrir mánuði síðan, þegar við vorum að undirbúa þessa spurningu. Ef hann hefði svarað öðruvísi þá, af hverju ætti hann að svara einhvern veginn öðruvísi núna? Að gera þetta að einhverju sveitarstjórnarmáli,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Hart var tekist á um Íslandsbankamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var til svara. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri afar svekktur með hvernig útboðið hefði farið en varpaði þeirri ábyrgð á fleiri en ríkisstjórnina, því enginn hefði stungið upp á því í aðdraganda útboðsins að sett yrði lágmarksupphæð sem hæfir fjárfestar yrðu að kaupa fyrir. „Ég er svekktur út í sjálfan mig. En það var því miður enginn, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir sem hæst hafa galað á síðustu dögum,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður loks að sérfræðingarnir sem hefðu ráðlagt ríkisstjórninni í ferlinu hefðu brugðist og hafði einnig þetta að segja um Bankasýslu ríkisins: „Vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni. Ég treysti henni ekki eftir það sem undan er gengið.“ Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð fjármálaráðherra sem sagði eftirfarandi við fréttastofu fyrir sléttri viku þegar hann var spurður út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýsluna niður. „Ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. En það er ekki það sem við erum að gera.“ Eldheitar umræður um ummæli Sigurðar Inga Það var hart sótt að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag en það var ekki bara vegna Íslandsbankamálsins. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag var Sigurður Ingi líka spurður út í óviðeigandi ummæli sín um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem var haldið í byrjun mánaðarins. Ráðherrann var ekki sáttur með að verið væri að rifja það mál upp aftur og spurði hvort málið væri einungis rætt þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar. Þau viðbrögð hans urðu síðan tilefni til sérstakrar umræðu á þinginu í dag þar sem mikill hiti var í fólki. Horfa má á umræðuna í spilaranum hér að neðan að lokinni umfjöllun um Íslandsbankamálið: „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann kemur hérna inn á Alþingi og ræðir þetta mál og hver eru hans viðbrögð? Jú það eru allir svo vondir við hann. Þetta snýst allt um Einar Þorsteinsson eða sveitarstjórnarkosningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafði eftirfarandi að segja: „Ég vísa því til föðurhúsanna að hér séu einhver tengsl milli orðræðu og sveitarstjórnarkosninga. Hversu sjálfhverfir geta menn verið?“ Flokksbróður hennar Sigmari Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann krafðist þess að Framsóknarflokkurinn segi að orðræða á borð við þá sem Sigurður Ingi beitti umrætt kvöld verði ekki liðin. „Ég kalla eftir því að hæstvirtur innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn allur viðurkenni það í verki og orði að svona orðræða eins og formaður Framsóknarflokksins viðhafði um fólk af öðrum uppruna verði ekki liðin,“ sagði hann. „Og ég sé að hæstvirtur ráðherra gengur hér hristandi hausinn út úr salnum og hefur engan skilning á pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hverri einustu manneskju sem býr í þessu landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hefði líklega ekki svarað svona fyrir mánuði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Sigurður Ingi hafi ekki mætt á Alþingi til að svara fyrirspurnum um málið. „Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði litið út fyrir mánuði síðan, þegar við vorum að undirbúa þessa spurningu. Ef hann hefði svarað öðruvísi þá, af hverju ætti hann að svara einhvern veginn öðruvísi núna? Að gera þetta að einhverju sveitarstjórnarmáli,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira