Viðvaranir Sigmar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun