Hernaður Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Erlent 9.1.2024 07:05 Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. Erlent 8.1.2024 06:41 Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. Erlent 7.1.2024 11:22 Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Erlent 7.1.2024 07:02 Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Erlent 5.1.2024 12:13 Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Erlent 5.1.2024 07:03 Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. Erlent 3.1.2024 12:54 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. Erlent 3.1.2024 06:48 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. Erlent 2.1.2024 07:51 Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. Erlent 2.1.2024 07:26 Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. Erlent 29.12.2023 16:56 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. Erlent 29.12.2023 08:24 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Erlent 27.12.2023 07:14 Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael. Erlent 26.12.2023 22:07 Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. Erlent 22.12.2023 15:25 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. Erlent 22.12.2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Erlent 21.12.2023 07:06 Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Erlent 20.12.2023 08:26 Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Erlent 19.12.2023 11:05 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Erlent 19.12.2023 09:19 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. Erlent 18.12.2023 10:15 Öryggisráðið greiðir atkvæði um vopnahléstillögu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Erlent 18.12.2023 06:45 Vopnahlé strax Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Skoðun 14.12.2023 14:00 Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. Erlent 14.12.2023 12:20 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Erlent 13.12.2023 10:37 Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Erlent 13.12.2023 08:00 Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Erlent 12.12.2023 17:05 Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Erlent 11.12.2023 16:58 Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. Erlent 11.12.2023 11:01 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 56 ›
Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Erlent 9.1.2024 07:05
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. Erlent 8.1.2024 06:41
Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. Erlent 7.1.2024 11:22
Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Erlent 7.1.2024 07:02
Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Erlent 5.1.2024 12:13
Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Erlent 5.1.2024 07:03
Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. Erlent 3.1.2024 12:54
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. Erlent 3.1.2024 06:48
Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. Erlent 2.1.2024 07:51
Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. Erlent 2.1.2024 07:26
Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. Erlent 29.12.2023 16:56
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. Erlent 29.12.2023 08:24
Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Erlent 27.12.2023 07:14
Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael. Erlent 26.12.2023 22:07
Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. Erlent 22.12.2023 15:25
Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. Erlent 22.12.2023 06:26
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Erlent 21.12.2023 07:06
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Erlent 20.12.2023 08:26
Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Erlent 19.12.2023 11:05
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Erlent 19.12.2023 09:19
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. Erlent 18.12.2023 10:15
Öryggisráðið greiðir atkvæði um vopnahléstillögu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Erlent 18.12.2023 06:45
Vopnahlé strax Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Skoðun 14.12.2023 14:00
Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. Erlent 14.12.2023 12:20
Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Erlent 13.12.2023 10:37
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Erlent 13.12.2023 08:00
Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Erlent 12.12.2023 17:05
Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Erlent 11.12.2023 16:58
Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. Erlent 11.12.2023 11:01