Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 08:37 Fjölskylda í Jabaliya á Gasa brýtur föstu á fyrsta degi Ramadan. AP/Jehad Alshrafi Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira