Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 10:28 Vaislav Torden eða Jan Petrovskij barðist sem málaliði bæði í Úkraínu og í Sýrlandi. AP/Markku Ulander Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna.
Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira