Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 10:28 Vaislav Torden eða Jan Petrovskij barðist sem málaliði bæði í Úkraínu og í Sýrlandi. AP/Markku Ulander Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna.
Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira