Spænski boltinn Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp. Fótbolti 16.2.2007 13:49 Canizares framlengir við Valencia Markvörðurinn Santiago Canizares hjá Valencia hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009 og verður því kominn nær fertugu þegar hann rennur út. Canizares hefur verið mjög sigursæll með Valencia síðan hann gekk í raðir liðsins árið 1998 en hann lék áður með Real Madrid. Fótbolti 15.2.2007 18:49 Robinho: Tottenham er ekki nógu stór klúbbur fyrir mig Brasilíski framherjinn Robinho neitar því alfarið að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. Orðrómur þess efnis fór af stað í morgun eftir að Robinho hafði lýst því yfir að hann væri óánægður hjá Real Madrid. "Ef ég fer frá Real verður það til að fara til annars stórs félags - og Tottenham er ekki stórt félag," sagði Robinho. Fótbolti 15.2.2007 15:18 Ronaldinho og Eto´o féllust í faðma á æfingu Þeir Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona virðast hafa grafið stríðsöxina frá því í gær en þeir félagar féllust í faðma og slógu á létta strengi á æfingu í hádeginu. Eto´o gagnrýndi félaga sinn harðlega í gær en nú virðist hann amk hafa náð sáttum við Ronaldinho. Fótbolti 14.2.2007 14:08 Eiður Smári á hörðum aukaæfingum Spænska fréttasíðan Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen æfi nú manna mest hjá liði Barcelona og sást hann æfa einn í gær og í morgun. Það er því greinilegt að landsliðsfyrirliðinn ætlar að vinna sér sæti í liðinu á ný og er Frank Rijkaard mjög ánægður með einbeitingu hans. Fótbolti 14.2.2007 13:44 Eto´o hraunar yfir Rijkaard og Ronaldinho Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segir að Frank Rijkaard og Ronaldinho séu vondir menn í kjölfar þess að þeir gagnrýndu ákvörðun hans um að neita að fara inná í leik gegn Santander um síðustu helgi. Eto´o segist vera fastur í miðju stríði innan liðsins. Fótbolti 13.2.2007 17:23 Robinho íhugar að fara frá Real Madrid Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið í skyn að hann vilji fara frá spænska liðinu Real Madrid fái hann ekki tækifæri til að spila meira undir stjórn Fabio Capello þjálfara. Robinho er aðeins 22 ára gamall og gekk í raðir Real árið 2005. Fótbolti 13.2.2007 15:05 Hugo Viana: Ronaldo fer til Spánar í sumar Portúgalski miðjumaðurinn Hugo Viana hjá Valencia fullyrðir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United muni ganga í raðir Barcelona eða Real Madrid í sumar. Fótbolti 13.2.2007 14:40 Eto´o neitaði að spila í gær Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitaði að fara inná sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leik Barcelona og Santander í gærkvöld. Eto´o er hægt og bítandi að ná heilsu eftir hnémeiðsli, en neitaði að fara að hita upp þegar hann var beðinn um það í gær. Fótbolti 12.2.2007 13:31 Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 11.2.2007 19:51 Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. Fótbolti 11.2.2007 16:17 Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham. Fótbolti 11.2.2007 12:57 Beckham sló rækilega í gegn David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins. Fótbolti 10.2.2007 20:44 Eiður Smári ekki í hópnum hjá Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins hjá Barcelona fyrir viðureign liðsins gegn Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Samkvæmt fréttum frá Spáni á Eiður Smári ekki við meiðsli eða veikindi að stríða - hann þarf einfaldlega að víkja fyrir Lionel Messi, sem er aftur orðinn leikfær eftir þriggja mánaða legu á hliðarlínunni vegna meiðsla. Fótbolti 10.2.2007 13:36 Saviola vill helst fara til Ítalíu Javier Saviola, félaga Eiðs Smára Guðjohsen hjá Barcelona, langar mest að fara til Ítalíu fari svo að spænska félagið bjóði honum ekki nýjan samning eftir núverandi tímabil. Saviola kveðst aldrei munu svíkja Barcelona með því að ganga til liðs við Real Madrid en hann útilokar ekki að vera áfram hjá Barca. Fótbolti 9.2.2007 19:49 Capello: Beckham hefur verið frábær Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að framkoma og metnaður David Beckham á æfingum Real Madrid síðustu vikur hafi sannfært sig um að enski miðjumaðurinn væri tilbúinn í slaginn með spænska liðinu. Capello segir Beckham hafa hagað sér eins og sannur fagmaður eftir að hafa verið tilkynnt um að hann myndi ekki spila meira í vetur. Fótbolti 9.2.2007 14:22 Beckham verður með Real á morgun David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný. Fótbolti 9.2.2007 12:08 Riquelme lánaður til heimalandsins Forseti Boca Juniors í Argentínu segir að félagið sé búið að gera fjögurra mánaða lánssamning við leikstjórnandann Juan Roman Riquelme hjá Villarreal og muni greiða spænska félaginu hátt í tvær milljónir evra fyrir. Riquelme hefur verið úti í kuldanum hjá Villarreal á leiktíðinni eftir deilur við þjálfara sinn. Fótbolti 8.2.2007 14:43 Real og Barcelona ríkustu félögin Real Madrid er komið aftur í efsta sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu og erkifjendurnir Barcelona sitja í öðru sætinu. Þetta er niðurstaða ítarlegrar könnunar sem gerð hefur verið og sýnir 20 ríkustu félagslið í Evrópu. Fótbolti 8.2.2007 14:27 Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum. Fótbolti 7.2.2007 16:28 Ayala fer til Villarreal í sumar Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia. Fótbolti 7.2.2007 15:39 Við getum ekki haldið í Torres Staðan á framherjanum magnaða Fernando Torres hjá Atletico Madrid verður æ skringilegri með hverjum deginum, en nú nokkrum dögum eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir að hann vildi alls ekki fara frá félaginu - hefur yfirmaður liðsins nú komið fram og sagt að félagið eigi ekki möguleika á að halda honum í sínum röðum lengur. Fótbolti 6.2.2007 20:17 Barcelona: Við höfum efni á Ronaldo Ferran Soriano, varaforseti Barcelona, segir að félagið hafi vel efni á því að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo frá Manchester United, ekkert sé því til fyrirstöðu ef þjálfarinn Frank Rijkaard hafi áhuga á því og ef verðmiðinn flokkist undir "almenna skynsemi." Fótbolti 6.2.2007 20:04 Guti: Beckham á að spila Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi. Fótbolti 6.2.2007 14:16 Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. Fótbolti 5.2.2007 15:03 Capello ætlar að halda ótrauður áfram Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær. Fótbolti 5.2.2007 14:45 Forseti Barcelona hefur ekki áhyggjur af Saviola Joan Laporta, forseti Barcelona, segist ekki hafa áhyggjur af því hvort Argentínumaðurinn Javier Saviola fari frá félaginu í sumar eða ekki, en bætir því við að hann sé afar ánægður með frammistöðu hans í undanförnum leikjum. Fótbolti 1.2.2007 14:35 Torres: Ég hefði auðveldlega geta farið til Chelsea Framherjinn Fernando "El Nino" Torres hjá Atletico Madrid segir að hann hefði auðveldlega geta gengið í raðir Chelsea í janúarglugganum ef sig hefði langað að fara frá uppeldisfélagi sínu á Spáni. Það hafi hinsvegar ekki komið til greina fyrir sig. Fótbolti 1.2.2007 14:29 Xavi staðfestir áhuga Manchester United Miðjumaðurinn knái Xavi hjá Barcelona hefur staðfest að Manchester United hafi verið í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn. Hann tekur það fram að hann sé samningsbundinn Barcelona og ítrekar að ef United hafi raunverulegan áhuga, verði félagið að setja sig í samband við forráðamenn Barcelona. Fótbolti 31.1.2007 14:29 Eiður markalaus í 455 mínútur Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Fótbolti 30.1.2007 23:43 « ‹ 242 243 244 245 246 247 248 249 250 … 267 ›
Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp. Fótbolti 16.2.2007 13:49
Canizares framlengir við Valencia Markvörðurinn Santiago Canizares hjá Valencia hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009 og verður því kominn nær fertugu þegar hann rennur út. Canizares hefur verið mjög sigursæll með Valencia síðan hann gekk í raðir liðsins árið 1998 en hann lék áður með Real Madrid. Fótbolti 15.2.2007 18:49
Robinho: Tottenham er ekki nógu stór klúbbur fyrir mig Brasilíski framherjinn Robinho neitar því alfarið að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. Orðrómur þess efnis fór af stað í morgun eftir að Robinho hafði lýst því yfir að hann væri óánægður hjá Real Madrid. "Ef ég fer frá Real verður það til að fara til annars stórs félags - og Tottenham er ekki stórt félag," sagði Robinho. Fótbolti 15.2.2007 15:18
Ronaldinho og Eto´o féllust í faðma á æfingu Þeir Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona virðast hafa grafið stríðsöxina frá því í gær en þeir félagar féllust í faðma og slógu á létta strengi á æfingu í hádeginu. Eto´o gagnrýndi félaga sinn harðlega í gær en nú virðist hann amk hafa náð sáttum við Ronaldinho. Fótbolti 14.2.2007 14:08
Eiður Smári á hörðum aukaæfingum Spænska fréttasíðan Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen æfi nú manna mest hjá liði Barcelona og sást hann æfa einn í gær og í morgun. Það er því greinilegt að landsliðsfyrirliðinn ætlar að vinna sér sæti í liðinu á ný og er Frank Rijkaard mjög ánægður með einbeitingu hans. Fótbolti 14.2.2007 13:44
Eto´o hraunar yfir Rijkaard og Ronaldinho Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segir að Frank Rijkaard og Ronaldinho séu vondir menn í kjölfar þess að þeir gagnrýndu ákvörðun hans um að neita að fara inná í leik gegn Santander um síðustu helgi. Eto´o segist vera fastur í miðju stríði innan liðsins. Fótbolti 13.2.2007 17:23
Robinho íhugar að fara frá Real Madrid Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið í skyn að hann vilji fara frá spænska liðinu Real Madrid fái hann ekki tækifæri til að spila meira undir stjórn Fabio Capello þjálfara. Robinho er aðeins 22 ára gamall og gekk í raðir Real árið 2005. Fótbolti 13.2.2007 15:05
Hugo Viana: Ronaldo fer til Spánar í sumar Portúgalski miðjumaðurinn Hugo Viana hjá Valencia fullyrðir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United muni ganga í raðir Barcelona eða Real Madrid í sumar. Fótbolti 13.2.2007 14:40
Eto´o neitaði að spila í gær Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitaði að fara inná sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leik Barcelona og Santander í gærkvöld. Eto´o er hægt og bítandi að ná heilsu eftir hnémeiðsli, en neitaði að fara að hita upp þegar hann var beðinn um það í gær. Fótbolti 12.2.2007 13:31
Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 11.2.2007 19:51
Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. Fótbolti 11.2.2007 16:17
Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham. Fótbolti 11.2.2007 12:57
Beckham sló rækilega í gegn David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins. Fótbolti 10.2.2007 20:44
Eiður Smári ekki í hópnum hjá Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins hjá Barcelona fyrir viðureign liðsins gegn Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Samkvæmt fréttum frá Spáni á Eiður Smári ekki við meiðsli eða veikindi að stríða - hann þarf einfaldlega að víkja fyrir Lionel Messi, sem er aftur orðinn leikfær eftir þriggja mánaða legu á hliðarlínunni vegna meiðsla. Fótbolti 10.2.2007 13:36
Saviola vill helst fara til Ítalíu Javier Saviola, félaga Eiðs Smára Guðjohsen hjá Barcelona, langar mest að fara til Ítalíu fari svo að spænska félagið bjóði honum ekki nýjan samning eftir núverandi tímabil. Saviola kveðst aldrei munu svíkja Barcelona með því að ganga til liðs við Real Madrid en hann útilokar ekki að vera áfram hjá Barca. Fótbolti 9.2.2007 19:49
Capello: Beckham hefur verið frábær Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að framkoma og metnaður David Beckham á æfingum Real Madrid síðustu vikur hafi sannfært sig um að enski miðjumaðurinn væri tilbúinn í slaginn með spænska liðinu. Capello segir Beckham hafa hagað sér eins og sannur fagmaður eftir að hafa verið tilkynnt um að hann myndi ekki spila meira í vetur. Fótbolti 9.2.2007 14:22
Beckham verður með Real á morgun David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný. Fótbolti 9.2.2007 12:08
Riquelme lánaður til heimalandsins Forseti Boca Juniors í Argentínu segir að félagið sé búið að gera fjögurra mánaða lánssamning við leikstjórnandann Juan Roman Riquelme hjá Villarreal og muni greiða spænska félaginu hátt í tvær milljónir evra fyrir. Riquelme hefur verið úti í kuldanum hjá Villarreal á leiktíðinni eftir deilur við þjálfara sinn. Fótbolti 8.2.2007 14:43
Real og Barcelona ríkustu félögin Real Madrid er komið aftur í efsta sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu og erkifjendurnir Barcelona sitja í öðru sætinu. Þetta er niðurstaða ítarlegrar könnunar sem gerð hefur verið og sýnir 20 ríkustu félagslið í Evrópu. Fótbolti 8.2.2007 14:27
Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum. Fótbolti 7.2.2007 16:28
Ayala fer til Villarreal í sumar Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia. Fótbolti 7.2.2007 15:39
Við getum ekki haldið í Torres Staðan á framherjanum magnaða Fernando Torres hjá Atletico Madrid verður æ skringilegri með hverjum deginum, en nú nokkrum dögum eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir að hann vildi alls ekki fara frá félaginu - hefur yfirmaður liðsins nú komið fram og sagt að félagið eigi ekki möguleika á að halda honum í sínum röðum lengur. Fótbolti 6.2.2007 20:17
Barcelona: Við höfum efni á Ronaldo Ferran Soriano, varaforseti Barcelona, segir að félagið hafi vel efni á því að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo frá Manchester United, ekkert sé því til fyrirstöðu ef þjálfarinn Frank Rijkaard hafi áhuga á því og ef verðmiðinn flokkist undir "almenna skynsemi." Fótbolti 6.2.2007 20:04
Guti: Beckham á að spila Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi. Fótbolti 6.2.2007 14:16
Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. Fótbolti 5.2.2007 15:03
Capello ætlar að halda ótrauður áfram Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær. Fótbolti 5.2.2007 14:45
Forseti Barcelona hefur ekki áhyggjur af Saviola Joan Laporta, forseti Barcelona, segist ekki hafa áhyggjur af því hvort Argentínumaðurinn Javier Saviola fari frá félaginu í sumar eða ekki, en bætir því við að hann sé afar ánægður með frammistöðu hans í undanförnum leikjum. Fótbolti 1.2.2007 14:35
Torres: Ég hefði auðveldlega geta farið til Chelsea Framherjinn Fernando "El Nino" Torres hjá Atletico Madrid segir að hann hefði auðveldlega geta gengið í raðir Chelsea í janúarglugganum ef sig hefði langað að fara frá uppeldisfélagi sínu á Spáni. Það hafi hinsvegar ekki komið til greina fyrir sig. Fótbolti 1.2.2007 14:29
Xavi staðfestir áhuga Manchester United Miðjumaðurinn knái Xavi hjá Barcelona hefur staðfest að Manchester United hafi verið í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn. Hann tekur það fram að hann sé samningsbundinn Barcelona og ítrekar að ef United hafi raunverulegan áhuga, verði félagið að setja sig í samband við forráðamenn Barcelona. Fótbolti 31.1.2007 14:29
Eiður markalaus í 455 mínútur Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Fótbolti 30.1.2007 23:43