Fótbolti

Besta leiktíð Raul í fimm ár

NordcPhotos/GettyImages

Gulldrengurinn Raul hjá Real Madrid hefur heldur betur slegið í gegn með liði sínu í vetur og hefur ekki skorað meira í fimm ár. Hann nálgast nú markametið hjá Real óðfluga eftir að hafa skorað sitt 200. mark fyrir félagið um helgina.

Raul skoraði sigurmark Real úr víti í 1-0 sigri á Espanyol og það nægði Real til að ná átta stiga forskoti á erkifjendurna í Barcelona. Þetta var 13. mark Raul í deildinni í vetur og hans 18. í öllum keppnum.

Raul hefur verið nokkuð rólegur fyrir framan markið síðustu ár en hann skoraði 16 mörk leiktíðina 2002-03 og þar sem ellefu leikir eru eftir af þessari leiktíð - er ekki útilokað að hann toppi þann árangur. Hann hefur ekki skorað 20 mörk í deildinni síðan árið 2001 en þar áður hafði hann náð þeim áfanga tvisvar sinnum (´97 og ´99).

Þá á Raul ekki langt í mjög stóran áfanga hjá Real, því hann vantar aðeins 16 mörk í að ná goðsögninni Alfredo di Stefano sem skoraði 216 mörk á ferlinum fyrir Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×