
Haukur V. Alfreðsson

Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu
Í nýlegri grein skrifaði ég að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði skattalækkanir handa þeim efnamestu með kosningaáherslunni sinni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”.

Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu
Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt.

Ungt fólk á betri upplýsingar skilið
Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna.

Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga
Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar.

Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna
Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur mismunandi.

Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú?
Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru.

Viltu spara milljón?
Seinustu misseri hef ég vakið athygli á sjálftöku fasteignasala og spáð fyrir um breytingar á fasteignamarkaðnum. Nú get ég hins vegar fullyrt að þær breytingar eru komnar og að dagar sjálftöku við fasteignasölu séu því liðnir, rétt eins og þeim sem fylgjast með fjölmiðlum er kunnugt um.

Tæknin sem allt sigrar – Netbankinn og fasteignamarkaðurinn
Flest allir átta sig á því að tækninni fleygir fram. Stökkin verða bæði örari og stærri. Þrátt fyrir það kemur það mörgum á óvart að sá hraði á einnig við um hversu hratt neytendur hefja notkun á nýrri tækni og því hvernig markaðir breytast hraðar en áður.

Fasteignamarkaður á vendipunkti
Ellefu hundruð kaupsamningar á mánuði. Það er meðalfjöldi fasteignakaupsamninga sem þinglýst er á mánuði, hvort sem við horfum á það sem af er þessu ári eða meðaltal seinast liðinna ára.

Eftirlitsnefnd Fasteignasala – Hlutlaus eða í vasa Félags Fasteignasala?
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður.

Auka fasteignasalar traust við sölu fasteigna?
Í hugum margra koma fasteignasalar með aukið traust og öryggi inn í söluferli fasteigna. Að aðkoma fasteignasala sé ákveðinn gæðastimpill. Eftir að hafa skoðað dómasafn Héraðsdóms[1] og álit Eftirlitsnefndar Fasteignasala[2] á ég hins vegar erfitt með að sjá að það sé raunin.

Hátt hygla fasteignasalar sér – Ólögleg sérhagsmunastefna
Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot.

Illa verðlagðar fasteignir – Hærra verð með því að selja sjálfur
Rannsakendur við Stanford háskóla ráku sig á áhugaverða staðreynd sem varð til þess að nánast engir seljendur nota fasteignasala til að selja eignir sínar þar lengur: Fólk sem notaði fasteignasala til þess að selja eignir sínar á háskólasvæðinu fékk að meðaltali 5,9% til 7,7% lægra verð fyrir þær[1]!

Vinnur fasteignasalinn þinn fyrir þig?
Í fasteignaviðskiptum takast á þrjú ólík hagsmuna sjónarmið: Hagsmunir kaupanda, hagsmunir seljanda og hagsmunir fasteignasala. Hagsmunir seljanda og kaupanda skarast eðlilega þar sem þeir sitja sitthvoru megin við samningaborðið. En hvar liggja hagsmunir fasteignasala?

Sjálftaka fasteignasala – Taka tvö
Fyrir viku skrifaði ég grein (sjá hér) um söluþóknanir fasteignasala, sem mér þykja svo háar að ég kallaði þær sjálftöku. Í framhaldi hefur spunnist umræða sem ég tel tilefni til að bregðast við og ætla því að greina stöðuna nánar.

15.000kr á fermetra – Sjálftaka fasteignasala
Fasteignaverð er mikið rætt á Íslandi en lítið er rætt um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana.

Skammtíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neytendur
Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði.

Engin armslengd er á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu
Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar.

Löglegt fíaskó = Ásættanlegt fíaskó?
Umræðan um seinni umferð sölu Íslandsbanki hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Í gær skrifaði Þórólfur Heiðar, lögmaður Bankasýslu ríkisins, grein þar sem hann segir að salan hafi að hans mati verið í samræmi við lög. Nú skal ég ekki segja hvort ætlunin með greininni hafi verið að segja „Salan var lögleg, svo þá er ekkert tilefni til að vera með meiri gagnrýni á Bjarna Ben eða Bankasýsluna“ eða bara innslag í afmarkaðan hluta umræðunnar.

Er þingmennska ævistarf?
Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði.

Aftur snúinn með útúrsnúning – Íhaldinu veitt aðhald
Það er ákveðin lenska hér á landi að véfengja ekki mikið það sem stjórnmálamenn segja. Það er þó aðeins að breytast. En oft á tíðum er nóg að fullyrða að hlutir séu á einn veginn og þá er það einfaldlega samþykkt, amk ekkert verið að reka annað framan í fólk.

Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði.

Auðlindarenta og hagkvæmni – Íslenski sjávarútvegurinn
Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman.

Boris Johnson og laun bankastjóra Landsbankans – Slæm fyrir stöðugleika
Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða.

Hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar? Laun og lífskjör
Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna.

Húrra! Löggu- og bófaleikur um jólin
Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar.

Eitt fyrir mig og annað fyrir þig – Kjarasamningar og verðbólga
Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu.

Ef það væri bara til búnaður til að telja atkvæði með nákvæmum hætti
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt.

Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða
Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid.

Það er í góðu lagi, annars væri það bannað
Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess.