Er þingmennska ævistarf? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Alþingi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun