Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna Haukur V. Alfreðsson skrifar 1. júní 2023 07:31 Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun