Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna Haukur V. Alfreðsson skrifar 1. júní 2023 07:31 Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar