Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar 17. júlí 2025 09:02 Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun