Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2023 08:30 Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun