Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar 20. nóvember 2024 07:02 Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar