Ástin á götunni

Fréttamynd

Þór­dís Hrönn ekki með Val í sumar

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elskar Ís­land og karakter Ís­lendinga

Miloš Milojević þjálfaði á sínum tíma Víking og Breiðablik hér á landi en er í dag þjálfari Rauðu Stjörnunnar í heimalandi sínu Serbíu. Hann segist ánægður með að menn muni enn eftir sér hér á landi og segist elska bæði Ísland og karakterinn sem Íslendingar búa yfir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tap hjá U21 á Írlandi

Íslenska landsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir Írum í æfingaleik ytra í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Þróttarar enduðu með fullt hús stiga

Þróttur Reykjavík vann FH 5-2 í lokaleik liðanna í riðlakeppni Lengjubikars kvenna. Þróttur endar með fullt hús stiga og er komið í undanúrslit keppninnar þar Breiðablik eða Stjarnan verða mótherjinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik í undanúrslit

Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Félög hafi ekki bolmagn til að fylgja reglugerð KSÍ

Reglugerð KSÍ um skyldu til að starfrækja kvennalið gæti valdið einhverjum félögum vandræðum segir formaður hagsmunsamtakanna Íslensks Toppfótbolta, eða ÍTF. Tillaga um að fella reglugerðina úr gildi var felld á ársþingi sambandsins á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Áfrýjun Sigurðar skilaði engu

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki.

Íslenski boltinn