Á dögunum greindi Vísir frá því að Berglind Björg myndi ekki vera áfram í herbúðum PSG en hún hefur verið frá keppni undanfarna mánuði þar sem hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn.
Berglind Björg á að leysa Bryndísi Örnu Níelsdóttir af hólmi en sú hélt í víking og samdi við Växjö í Svíþjóð eftir frábært tímabil síðasta sumar.
Hin 32 ára gamla Berglind Björg hefur leikið fyrir ÍBV, Breiðablik og Fylki hér á landi. Það virðist nú næsta öruggt að hún muni bæta við einu íslensku liði við þann lista áður en langt um líður.
Einnig hefur hún spilað í bandaríska háskólaboltanum og sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Ítalíu og Frakklandi. Þá á hún að baki 72 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 12 mörk.