Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2024 08:00 Patrick Pedersen er kominn í 100 marka klúbbinn og stefnir á markamet Tryggva Guðmundssonar. Vísir/Einar Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar. Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira