„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. apríl 2024 22:04 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir / Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira