Fótbolti

Fréttamynd

Búið að úti­loka um að brot sé að ræða

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu

Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Knatt­spyrnupar trú­lofað

Glódís Perla Viggósdóttir greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði trúlofast Kristófer Eggertssyni, kærasta sínum til margra ára. Það skammt milli fagnaðarefna hjá parinu en Glódís Perla varð 27 ára gömul í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United kallar eftir þver-evrópsku launþaki

Francesca Whitfield, verkefnastjóri hjá Manchester United, hefur kallað eftir því að þver-evrópskt launaþak verði sett á í kvennaknattspyrnu til að jafna stöðu liða og koma í veg fyrir að titlar verði unnir í krafti fjárhagsstöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Neil Warnock stal senunni á Glastonbury

Neil Warnock, hinn 74 ára knattspyrnustjóri Huddersfield, stal senunni á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. Hann var að vísu ekki á meðal gesta en íhugar nú að mæta að ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Craig Brown látinn 82 ára að aldri

Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri.  Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United reyna aftur við Rabiot

Leit Manchester United að liðstyrk á miðjuna heldur áfram en liðið hefur gert Adrien Rabiot, leikmanni Juventus, tilboð. Samningur Rabiot er að renna út um mánaðarmótin og Juventus fá þá ekki evru fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Weah aftur í Seríu A

Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea nælir í fram­herja Villareal

Framherjinn Nicolas Jackson hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og styttist í að hann verði kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður liðsins. Talið er að samningur hans gildi til ársins 2031.

Enski boltinn