De Gea hefur verið leikmaður Manchester United frá árini 2011 og árin hjá félaginu eru því orðin tólf. Markvörðurinn er einn af launahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og hefur alls leikið 545 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.
Fyrr í þessari viku var svo greint frá því hér á Vísi að markvörðurinn hafi skrifað undir nýjan samning við Manchester United, en félagið hafi að lokum hætt við. De Gea var þá tilbúinn að taka á sig töluverða launalækkun, en forráðamenn United vildu lækka laun hans enn frekar.
Nú virðist semþær samningaviðræður hafi hins vegar ekki skilað árangri og samningur De Gea við Manchester United rennur út í dag. Þessi 32 ára gamli markvörður getur því farið frítt frá félaginu eftir tólf ára veru í Manchester-borg.
Með Manchester United hefur De Gea unnið ensku úrvalsdeildina, báðar ensku bikarkeppnirnar og Evrópudeildina. Eins og áður segir á hann að baki 545 leiki fyrir félagið ásamt 45 leikjum fyrir spænska landsliðið.