Weah aftur í Seríu A Siggeir Ævarsson skrifar 26. júní 2023 18:00 Timothy Weah hefur leikið með bandaríska landsliðinu síðan 2018. Hann gat einnig leikið fyrir hönd Frakklands, Jamaíku og Líberíu en valdi Bandaríkin ungur. Vísir/Getty Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar. Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni. Juventus are now finalising details of the agreement for Timothy Weah deal with Lille. Personal terms agreement, already sealed. #JuventusJuve hope to get medical tests and also contract signing done by the end of the week. pic.twitter.com/WBfeXBW7jo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023 Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu. Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína. Loks úr skugga föður síns? Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira. Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15 Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30 Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Samningaviðræður um félagaskiptin eru á lokastigi samkvæmt Fabrizio Romano og hefur Juventus þegar gengið frá samingum um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. Vonir standa til að læknisskoðun og samningsundirritun verði kláruð í vikunni. Juventus are now finalising details of the agreement for Timothy Weah deal with Lille. Personal terms agreement, already sealed. #JuventusJuve hope to get medical tests and also contract signing done by the end of the week. pic.twitter.com/WBfeXBW7jo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023 Timothy, sem er 23 ára, hefur leikið Með Lille síðan 2019, og lék þar áður með PGS, eftir að hafa verið í unglinaakademíu liðsins árin 2014-2107. Þá lék hann eitt tímabil á láni með Celtic og varð skoskur meistari með liðinu vorið 2019. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille undanfarin þrjú tímabil og spilað með landsliði Bandaríkjanna síðan 2018, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í gegnum búsetu og ríkisföng foreldra sinna gat hann valið á milli fjögurra landsliða en honum stóð einnig til boða að leika fyrir hönd Frakklands, Jamaíka og Líberíu. Hann valdi Bandaríkin ungur að árum og spilaði með U15 landsliðið þeirra árið 2015 og eftir það með öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna. Hann sagði að valið hefði verið auðvelt, hann elskaði bæði landið og liðsfélaga sína. Loks úr skugga föður síns? Timothy er eins og áður sagði sonur George Weah, sem er óumdeilanlega besti knattspyrnumaður í sögu Líberíu. Hann kom fyrst til Evrópu til að leika knattspyrnu þegar Arsène Wenger fékk hann til Mónakó árið 1988 og átti síðar eftir að leika fyrir PSG, AC Milan, Chelsea, Manchester City og Marseille, áður en hann lauk ferlinum með Al Jazira. Timothy hefur lengið staðið í skugga föður síns en fylgir nú í fótspor hans og fer til Ítalíu. Hvort Timothy nær að setja sama mark sitt á deildina og hann gerði verður tíminn að leiða í ljós.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15 Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30 Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Weah: Kallaður rusl og sagður standa að eilífu í skugga föður míns Timothy Weah ætlar sér að verða besti leikmaður Bandaríkjanna frá upphafi. 13. júlí 2018 23:15
Sonur Weah skoraði í fyrsta landsleiknum fyrir Bandaríkin Timothy Weah, sonur fyrrum besta knattspyrnumanns heims og forseta Líberíu, George Weah, stimplaði sig inn í heimsfótboltann síðustu nótt. 29. maí 2018 20:30
Weah farinn til Celtic Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic. 8. janúar 2019 10:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð