Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 21:03 Snorri Einarsson er yfirlæknir hjá Livio. Vísir/Einar Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri. Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri.
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira