Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 21:03 Snorri Einarsson er yfirlæknir hjá Livio. Vísir/Einar Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri. Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri.
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira