Fótbolti

Fréttamynd

Rífa niður leik­vanginn í Indónesíu

Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“.

Erlent
Fréttamynd

Vilja afnema úrslitakeppnina strax

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Vålerenga, liðsins sem Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með, vilja að nýja úrslitakeppnin sem notast er við í úrvalsdeild kvenna í Noregi í ár verði afnumin strax.

Fótbolti
Fréttamynd

Cour­tois mark­vörður ársins | Gavi besti ungi leik­maðurinn

Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki.

Fótbolti
Fréttamynd

Jökull fram­lengir í Garða­bæ

Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Benzema hlaut Gull­boltann

Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma í Meistara­deildar­sæti

Rómverjar unnu 1-0 útisigur á Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir lærisveinum José Mourinho upp í fjórða sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Innlent
Fréttamynd

Hörður Björg­vin og Pan­at­hinai­kos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi

Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“

ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. 

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester-liðin skoruðu fjögur

Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Fótbolti