Union Berlín áfram á toppnum | Napoli á toppi Serie A Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 21:00 Union Berlín er óvænt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/FILIP SINGER Union Berlín, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann Borussia Dortmund 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira