Union Berlín áfram á toppnum | Napoli á toppi Serie A Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 21:00 Union Berlín er óvænt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/FILIP SINGER Union Berlín, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann Borussia Dortmund 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira