Hörður Björgvin og Panathinaikos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:31 Hörður Björgvin er að gera gott mót í Grikklandi. Robbie Jay Barratt/Getty Images Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin. Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland. Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland.
Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira