Hörður Björgvin og Panathinaikos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:31 Hörður Björgvin er að gera gott mót í Grikklandi. Robbie Jay Barratt/Getty Images Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin. Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland. Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland.
Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira