Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 13:07 Bræðurnir sameinaðir að nýju, Roger til vinstri og Luis Armando til hægri, 73 árum eftir að þeim síðarnefnda var rænt. Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári. Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári.
Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira