Fótbolti

Fréttamynd

Southampton sló City úr leik

Southampton gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. City fer því ekki með gott veganesti inn í helgina þar sem þeir mæta Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kefla­vík byrjað að safna liði

Eftir að hafa statt og stöðugt misst leikmenn úr leikmannahópi sínum hefur Keflavík loks sótt liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta. Sá heitir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og lék síðast með Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea

Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Frakkar halda tryggð við Deschamps

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið. Nýr samningur hans gildir fram yfir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Allslaus Alli sem enginn vill

Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þúsundir fylgdu Pelé síðasta spölinn

Þúsundir manna voru samankomnir úti á götum Santos í Brasilíu í dag til að fylgja knattspyrnugoðsögninni Pelé síðasta spölinn. Pelé var lagður til hinstu hvílu á níundu hæð í kirkjugarði í boginni til heiðurs föður hans sem lék með töluna níu á bakinu á sínum ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­sáttur Klopp segir Brent­ford „beygja reglurnar“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Annáll Bestu deildar karla: Grænn var litur sumarsins 2022

Besta deild karla var gerð upp í Íþróttasíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Segja má að Breiðablik hafi stolið senunni árið 2022 en eftir að missa titilinn úr greipum sér árið 2021 kom ekkert annað til greina en að landa þeim stóra. Sumarið 2022 var grænt svo vægt sé tekið til orða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brent­ford stöðvaði sigur­göngu Liver­pool

Brentford vann magnaðan 3-1 sigur á Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leik hafði Liverpool unnið fjóra deildarleiki í röð. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Ivan Toney, markahæsti leikmaður Brentford á leiktíðinni, var fjarri góðu gamni. 

Enski boltinn