
Fylkir

Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu
Bikarmeistararnir unnu 1-3 sigur gegn Fylki sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Staðan var jöfn í hálfleik en KA gerði tvö mörk í seinni hálfleik og gestirnir fögnuðu sigri. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“
KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013.

Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks
Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram.

Hjálmari Erni leið eins og manninum í Slumdog Millionaire í Kviss
Í síðasta þætti af Kviss mættust Þróttarar og Fylkismenn. Í liði Þróttar mættu þau Þorvaldur Davíð og Vigdís Hafliðadóttir. Lið Fylkis var skipað af Árbæingunum Alberti Brynjari Ingasyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni.

Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári
Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil.

Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“
Markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir var einn af fáum ljósum punktum í liði Fylkis, sem féll úr Bestu deild kvenna í sumar. Landsleikjahæsti markmaður Íslands vonar að hún finni sér annað lið fyrir næsta tímabil.

Sjáðu mörkin úr stórsigrum Vals og Víkings
Ellefu mörk voru skoruð í síðustu tveimur leikjum 22. umferðar Bestu deildar karla. Valur vann KR, 4-1, og Víkingur rústaði Fylki, 0-6.

Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott
Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld.

Uppgjörið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum
Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar.

„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“
„Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn.

Uppgjörið: Fylkir - Keflavík 1-4 | Keflavík kláraði tímabilið með stæl
Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir.

Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík
Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna.

Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu
Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu.

Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara
Fylkiskonur unnu torsóttan en afar mikilvægan 2-1 útisigur gegn Stjörnunni í gærkvöld og eru nú með örlögin í eigin höndum, í fallbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

„Sýnir karakter leikmanna að koma til baka“
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var vitanlega kampakátur með sigur liðsins á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. Fylkir lenti undir en snéri taflinu sér í vil og hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.

Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum
Fylki nældi sér í ansi mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr Bestu deild kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Stjörnunni í leik liðanna í fyrstu umferð í umspili liðanna í neðri hluta deildarinnar.

Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu
Fylkisfólk hefur blásið í herlúðra fyrir leikinn við Stjörnuna í Garðabæ í kvöld, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fylkir þarf á sigri að halda í erfiðri fallbaráttu.

„Mér fannst vanta hugrekki í okkur“
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ósáttur með frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Fylki á Ísafirði í dag. Hann sagði að hans menn þyrftu að bera meiri virðingu fyrir boltanum.

Rúnar Páll: Ætluðum ekki að hleypa þessu upp í einhverja vitleysu
Fylkismenn náðu ekki að sækja sigur á Ísafjörð í dag og komast þar með upp fyrir Vestra og upp úr fallsæti.

Uppgjörið: Vestri - Fylkir 0-0 | Fátt um fína drætti í rokinu
Vestri og Fylkir gerðu markalaust jafntefli á Ísafirði í dag. Leikurinn var tilþrifalítill en heimamenn þó mun sterkari án þess að nýta sér það.

Sjáðu vítadóminn í blálokin sem færði Blikum þriggja stiga forystu á toppnum
Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir dramatískan sigur á Skaganum í gær en Valur, KA og FH unnu líka sigra í leikjum sínum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi.

Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - FH 2-3 | Sterkur sigur þrátt fyrir að lenda undir í tvígang
FH-ingar unnu afar sterkan 3-2 útisigur er liðið heimsótti Fylki í síðasta leik dagsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Þór/KA 2-2 | Jafnt í Árbænum
Fylkir og Þór/KA gerðu 2-2 jafntefli. Helga Guðrún Kristinsdóttir sá um mörkin hjá Fylki á meðan markahrókurinn Sandra María Jessen gerði bæði mörk gestanna.

„Þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag“
Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis var ánægður með margt í leiknum en var ósáttur með fyrirkomulagið sem framundan er í Bestu deild kvenna.

KR-ingar með fæst stig úr innbyrðis leikjum neðstu liðanna
KR hefur tapað á móti Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum sínum og það þýðir að ekkert lið er með slakari árangur í innbyrðis leikjum fallbaráttuliðanna í Bestu deildinni í sumar.

Sjáðu mörkin átta úr sigrum Vals og Breiðabliks
Átta mörk voru skoruð í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna í gærkvöldi. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu sína leiki gegn Fylki og Þrótti, mörkin átta má sjá hér fyrir neðan.

Uppgjörið og viðtöl: Valur - Fylkir 2-0 | Bikarmeistararnir höfðu betur
Nýkrýndir bikarmeistarar Vals höfðu betur gegn Fylki 2-0. Staðan var jöfn fram að 82. mínútu en þá braut Lillý Rut Hlynsdóttir ísinn og Helena Ósk Hálfdánardóttir bætti við öðru marki í uppbótartíma. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

„Hann setti á sig súperman-skikkju“
Atli Viðar Björnsson hreifst mjög af framgöngu Ragnars Braga Sveinssonar, fyrirliða Fylkis, í fallslagnum gegn HK í Bestu deild karla í fyrradag.

Hafði gott af of löngu banni
Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni.

Víkingur fær hvíld milli Evrópuleikjanna
Vegna þátttöku Víkings í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefur þremur leikjum í Bestu deild karla verið breytt.