Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2024 19:38 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. „Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira
„Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira