Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2024 19:38 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. „Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
„Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira