Íslenski boltinn

Ey­þór af­greiddi gömlu fé­lagana í KR með sigurmarki í blá­lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyþór Aron Wöhler yfirgaf KR í vetur og sendi þá út úr Lengjubikarnum í kvöld.
Eyþór Aron Wöhler yfirgaf KR í vetur og sendi þá út úr Lengjubikarnum í kvöld. Vísir/Baldur

Eyþór Aron Wöhler skoraði sigurmarkið þegar Fylkir komst í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta.

Fylkir vann þá 2-1 sigur á KR og mætir annað hvort Val eða ÍR í úrslitaleiknum.

Eyþór Aron lék með KR síðasta sumar og skoraði þá 2 mörk í 21 leik. Hann skipti yfir í Fylki í vetur.

Eyþór skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir stoðsendingu frá Theodór Inga Óskarssyni.

Fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson hafði komið Fylki í 1-0 strax á 8. mínútu leiksins en Eiður Gauti Sæbjörnsson jafnaði fyrir KR á 37. mínútu eftir sendingu frá Stefáni Árna Geirssyni.

Þetta var fyrsta tap KR-liðins í Lengjubikarnum en liðið vann alla fimm leiki sína í riðlinum og það með markatölunni 21-6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×