Kynþáttafordómar

Red Bull lætur ökumann sem gerðist sekur um kynþáttafordóma fara
Ökuþórinn Juri Vips, sem ekur í Formúlu 2 og er varamaður hjá Red Bull í Formúlu 1, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma.

Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu eftir mikla kynþáttaníð
Franska stórstjarnan Kylian Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu í fótbolta eftir að leikmaðurinn verð fyrir mikilli kynþáttaníð í kjölfar þess að hann misnotaði vítaspyrnu sem varð til þess að liðið féll úr leik gegn Sviss á EM í fyrra.

Kynþáttahatrið sé nú enn eitt atriðið sem þurfi að komast yfir
Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að kynþáttahatur í garð hörunddökkra leikmanna liðsins eftir tapið í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins síðasta sumar gæti haft áhrif á val á spyrnumönnum.

Hvað hefði lögreglan átt að gera?
Í miðjum aprílmánuði síðastliðnum höfðu lögregla og sérsveitin afskipti af saklausum sextán ára dreng í tvígang. Sérsveitarmenn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið, og lögregluþjónar undu sér upp að drengnum þar sem hann sat í bakaríi með móður sinni í síðara skiptið.

Sér ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að það sé óþolandi að saklaus ungur drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti af hálfu lögreglu eingöngu vegna uppruna og kynþáttar. Á sama tíma sjái hún ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi því hún hafi verið að leita að hættulegum manni en verið var að leita að gæsluvarðhaldsfanga sem flúði úr héraðsdómi. Lögreglan hefur nýlokið stefnumótun en upp úr henni spruttu einkunnarorðin: Að vernda og virða.

Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd: Fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma
Allsherjar- og menntamálanefnd verður með opinn fund sem hefst klukkan 9:10 í dag. Efni fundarins er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.

Svör frá framboðum í Reykjavík varðandi kynþáttafordóma
Aðgerðarhópur gegn fordómum sendi á dögunum spurningar til allra framboða í Reykjavík og birtir hér svör þeirra. Þrjár spurningar voru sendar á flokka í framboði í borginni* og vísa þær í nýliðna atburði og viðbrögð við þeim.

Opið bréf til framboðslista varðandi sýn þeirra á kynþáttafordóma
Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar.

Ísland er land kynþáttafordóma – eins og öll önnur lönd
Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum.

Kallaði eigin leikmenn karríætur og sjálfsmorðssprengjumenn
Crawley Town, sem er í 12. sæti ensku D-deildarinnar, hefur sent knattspyrnustjórann John Yems í leyfi meðan rannsókn enska knattspyrnusambandsins á kynþáttafordómum hans í garð eigin leikmanna stendur yfir.

Einkamál innviðaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja.

Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“
Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu.

Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum
Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu.

Rasismi á Íslandi
Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar.

Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur
Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu.

Arnar biðst afsökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini
„Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“

Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag
Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins.

Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast
Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega.

Stígur fram vegna máls sonar síns
Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“
Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga.

Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“
Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu.

Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni
Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn.

Club Brugge notar QR-kóða gegn kynþáttafordómum
Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum.

Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi
Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli.

Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma
Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna.

Hefja rannsókn eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana
Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur.

Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans
Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska.

Feilskot við Nýló
Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000.

„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun.

Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt.