Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

1.191 greindist innanlands í gær
1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum.

Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali
Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun.

Bretar sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa ekki lengur að fara í PCR próf
Bretar með einkenni Covid-19 þurfa ekki lengur að gangast undir PCR próf eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr hrað- eða heimaprófi. Bresk heilbrigðisyfirvöld segja breytinguna mega rekja til mikillar útbreiðslu og nákvæmni hraðprófanna.

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs
Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

39 nú á Landspítala með Covid-19
39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19.

Matvælastofnun rannsakar dularfullan hósta meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu
Matvælastofnun hefur sett af stað rannsókn í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hósta hjá hundum sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu undanfarið.

Már og Þórólfur ræddu sóttvarnaaðgerðir fyrir velferðarnefnd
Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða gestir á opnum fjarfundi velferðarnefndar klukkan 10 í dag. Efni fundarins er framkvæmd sóttvarnaaðgerða.

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir
Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Koma á útgöngubanni í fimm milljóna borg
Kínversk yfirvöld hafa nú gripið til útgöngubanns í þriðju borginni í röð á stuttum tíma. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu og nú síðast voru það íbúar í Anyang í Henan-héraði sem þurftu að sætta sig við slíkar takmarkanir.

Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19
Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans.

Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví
Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb.

Vildi takmarka skjátíma barna og bjó til spil fyrir örmagna fjölskyldur í sóttkví
Faðir sem missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid-19 ákvað að afla sér tekna með því að hanna og framleiða samveruspilið Hvað í pabbanum ert þú að gera, þar sem aðal leikendur eru húsgögn á heimilinu. Hann segir mikilvægt að foreldrar skipuleggi skjálausar stundir með börnum sínum.

Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára.

Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega
Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19.

Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman
Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi.

Smitum fækkar í ensku úrvalsdeildinni aðra vikuna í röð
Færri leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar greindust með kórónuveiruna síðastliðna viku en vikuna þar á undan. Þetta er önnur vikan í röð sem smitum fækkar.

Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum
Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum.

Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun
Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun.

Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna
Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19.

Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19
Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi.

Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll
Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu.

Um fimm hundruð smit á Grænlandi annan daginn í röð
Alls greindust 497 manns með kórónuveiruna á Grænlandi í gær. Þetta er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum sólarhring á Grænlandi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var á laugardaginn þegar 504 greindust.

Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“
Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi.

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin
Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna.

Covid: Börnin og vegabréfin
Nýlega rakst ég á myndband með bandarískum flugmanni, þar sem hann lýsir þeim veruleika sem hann og kollegar hans hafa staðið frammi fyrir undanfarið: að fara í Covid bólusetningu eða að missa vinnuna og um leið lífsviðurværi sitt.

Langflestar þungaðar konur sem leggjast inn vegna Covid eru óbólusettar
Stjórnvöld á Bretlandseyjum segja nær allar þungaðar konur sem lagðar hafa verið inn með Covid-19 hafi verið óbólusettar. Yfirvöld hafa ráðist í herferð til að fá óléttar konur til að þiggja bólusetningu.

926 greindust innanlands í gær
926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum.

„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu.

37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19
37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, en þeir voru 36 í gær.

„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“