Forsvarsmenn Reykjavíkurleikanna hafa áhyggjur af hertum aðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 18:20 Reykjavíkurleikarnir fara meðal annars fram í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurleikarnir eru á næsta leiti en íþróttahátíðin hefst þann 29. janúar næstkomandi. Undirbúningur er nú í fullum gangi en framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af mögulega hertum sóttvarnareglum. Í versta falli gæti þurft að fella leikana niður. Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari. Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari.
Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira