Á fundinum munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, og Alma Möller, landlæknir, fara yfir stöðu mála.
Fundurinn verður haldinn með fjarfundarsniði og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Vísi.
Þetta er 194. upplýsingafundurinn vegna faraldursins.
Segir mikilvægt að fólk kynni sér nýjar reglur
Þórólfur segir mikilvægt að fólk kynni sér vel nýjar reglur um sóttkví þríbólusettra. Reglurnar tóku gildi þann 7. janúar og Þórólfur segir forsvarsmenn fyrirtækja skuli setji sér verklag um hvernig vinnu þeirra sem falli undir ákvæði reglugerðarinnar verði háttað.
Með umræddi reglugerð er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem eru í sóttkví vegna Covid-19 ef þeir eru þríbólusettir eða hafa fengið sjúkdóminn áður staðfestan með PCR prófi og hafa þar að auki fengið tvær bólusetningar.
Í pistli á covid.is segir Þórólfur að unnið sé að fyrirkomulagi þar sem fólk sem reglugerðin nær til, geti sótt formlega staðfestingum á ákvæðum reglugerðarinnar.