Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 07:45 François Legault, forsætisráðherra Quebec, segir að um sanngirnismál sé að ræða. Getty Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. Kórónuveiran hefur verið sérstaklega útbreidd í Québec og hafa nú 12 þúsund dauðsföll í fylkinu verið rakin til Covid-19. BBC segir frá því að tæplega 13 prósent fullorðinna íbúa Québec séu óbólusettir, en um helmingur þeirra sem eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid-19 koma úr þeim hópi. François Legault, forsætisráðherra Québec , segir að um sanngirnismál að ræða. Níutíu prósent íbúa hafi fært miklar fórnir og telur hann stjórnvöld skulda þeim bólusettu aðgerð í þessa veru. Legault segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega upphæð, en segir ljóst það muni muna um hana. Þeir sem af læknisfræðilegum ástæðum geta ekki þegið bólusetningu verða undanþegnir hinum nýja skatti. Útgöngubann á nóttunni Québec er það fylki Kanada þar sem fjöldi smitaðra hefur verið mestur í Kanada. Um níu þúsund manns hafa greinst á sólarhring að undanförnu og eru nú tæplega þrjú þúsund þar inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid-19. Útgöngumann er í gildi í fylkinu milli klukkan 22 á kvöldin og til fimm á morgnana. Québec er ekki eina svæðið þar sem fjárhagslegar kvaðir eru lagðar á óbólusetta. Þannig munu allir þeir sem eru óbólusettir og eldri en sextíu ára í Grikklandi þurfa að borga hundrað evru sekt í hverjum mánuði á meðan þeir eru óbólusettir. Í Singapúr þurfa óbólusettir að greiða helming heilbrigðiskostnaðar vegna meðferðar sökum Covid-19. Kanada Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Kórónuveiran hefur verið sérstaklega útbreidd í Québec og hafa nú 12 þúsund dauðsföll í fylkinu verið rakin til Covid-19. BBC segir frá því að tæplega 13 prósent fullorðinna íbúa Québec séu óbólusettir, en um helmingur þeirra sem eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid-19 koma úr þeim hópi. François Legault, forsætisráðherra Québec , segir að um sanngirnismál að ræða. Níutíu prósent íbúa hafi fært miklar fórnir og telur hann stjórnvöld skulda þeim bólusettu aðgerð í þessa veru. Legault segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega upphæð, en segir ljóst það muni muna um hana. Þeir sem af læknisfræðilegum ástæðum geta ekki þegið bólusetningu verða undanþegnir hinum nýja skatti. Útgöngubann á nóttunni Québec er það fylki Kanada þar sem fjöldi smitaðra hefur verið mestur í Kanada. Um níu þúsund manns hafa greinst á sólarhring að undanförnu og eru nú tæplega þrjú þúsund þar inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid-19. Útgöngumann er í gildi í fylkinu milli klukkan 22 á kvöldin og til fimm á morgnana. Québec er ekki eina svæðið þar sem fjárhagslegar kvaðir eru lagðar á óbólusetta. Þannig munu allir þeir sem eru óbólusettir og eldri en sextíu ára í Grikklandi þurfa að borga hundrað evru sekt í hverjum mánuði á meðan þeir eru óbólusettir. Í Singapúr þurfa óbólusettir að greiða helming heilbrigðiskostnaðar vegna meðferðar sökum Covid-19.
Kanada Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira