

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn.
SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins.
Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan.
Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið.
Weston McKennie, miðjumaður Juventus, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er annar leikmaður félagsins sem greinist á aðeins tveimur dögum en Cristiano Ronaldo greindist í gær.
Ítalska úrvalsdeildin hefur nú dæmt Ítalíumeisturum Juventus 3-0 sigur í leiknum gegn Napoli sem átti að fara fram 4. október síðastliðinn. Napoli mætti ekki til leiks.
Í það minnsta 235 smit hafa verið rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs eftir að smit kom upp þar í byrjun mánaðar.
Eldri borgarar voru ekki undir það búnir að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins yrði svona þung.
Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna.
Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar.
Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði.
Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið.
Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi.
Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.
Dustin Johnson getur ekki tekið þátt á CJ Cup eftir að hann greindist með kórónuveiruna.
Lögfræðingur KSÍ hefur umsjón með boltakrökkunum á leiknum við Belgíu í kvöld og Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins og bíður niðurstöðu smitprófs.
„Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists.
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu.
Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi.
Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 1.132 í einangrun vegna Covid-19.
Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví.
88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 43 ekki. 24 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19.
Leikskóladeildinni Árholti við Glerárskóla á Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna.
Þrír nemendur í 7.-10. bekk Akurskóla í Reykjanesbæ greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn.
Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson glímir nú við Covid-19. Hann segir frá því á heimasíðu sinni að hann hafi vaktnað í svitabaði, kaldur og með dynjandi höfuðverk á laugardaginn.
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hefur hannað og saumað töskur í 11 ár í bland við aðra fylgihluti. Síðustu fimm ár hefur hún nánast eingöngu framleitt töskur og fær innblástur frá flottum konum hér á landi og erlendis
Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar.
Kórónuveiran herjar á handboltalið á Íslandi og leikmenn þriggja liða eru nú í einangrun.
Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto.
Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi.