Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2020 15:03 Víðir Reynisson og Þorgrímur Þráinsson bregða á leik í glímu í æfingabúðum karlalandsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018. Víðir hefur starfað mikið fyrir KSÍ undanfarin ár og verið öryggisfulltrúi á ferðalögum landsliðins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32