Harris hættir við kosningafundi vegna kórónuveirusmits Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 20:12 Harris situr í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar nú um hæstaréttardómaraefni Trump forseta. Hún og fleiri þingmanna hafa tekið þátt í nefndarstarfinu með fjarfundarbúnaði vegna faraldursins. Vísir/EPA Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag. Innan við þrjár vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og var dagskrá Harris þétt næstu dagana. Hún átti að koma fram í Norður-Karólínu þar sem litlu munar í skoðanakönnunum á fylgi Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda demórkrata, í dag. Framboð Biden tilkynnti í dag að öll ferðaáform Harris hefðu verið slegin út af borðinu til og með sunnudeginum vegna þess að Liz Allen, samskiptastjóri hennar, greindist smituð af veirunni í gær. Auk Allen greindist flugliði sem flaug með Harris á kosningafund í Arizona í síðustu viku smitaður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harris er ekki sögð hafa verið nálægt þeim smituðu síðustu tvo dagana fyrir greininguna. Hún hafi verið með grímu í flugvélinni og bæði Allen og flugliðinni greindust neikvæð fyrir veirunni fyrir og eftir flugferðina. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sterkan svip á kosningabaráttuna í ár enda eru nú á þriðja hundrað þúsund manns látnir vegna hans í Bandaríkjunum. Trump forseti greindist sjálfur smitaður af veirunni fyrr í þessum mánuði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag. Innan við þrjár vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og var dagskrá Harris þétt næstu dagana. Hún átti að koma fram í Norður-Karólínu þar sem litlu munar í skoðanakönnunum á fylgi Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda demórkrata, í dag. Framboð Biden tilkynnti í dag að öll ferðaáform Harris hefðu verið slegin út af borðinu til og með sunnudeginum vegna þess að Liz Allen, samskiptastjóri hennar, greindist smituð af veirunni í gær. Auk Allen greindist flugliði sem flaug með Harris á kosningafund í Arizona í síðustu viku smitaður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harris er ekki sögð hafa verið nálægt þeim smituðu síðustu tvo dagana fyrir greininguna. Hún hafi verið með grímu í flugvélinni og bæði Allen og flugliðinni greindust neikvæð fyrir veirunni fyrir og eftir flugferðina. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sterkan svip á kosningabaráttuna í ár enda eru nú á þriðja hundrað þúsund manns látnir vegna hans í Bandaríkjunum. Trump forseti greindist sjálfur smitaður af veirunni fyrr í þessum mánuði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43