Þótti vænt um fallegt símtal frá ókunnugri konu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 23:49 Sigríður Thorlacius kallar eftir stuðningi við tónlistarfólk. Vísir/Vilhelm Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. „Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið fyrir hana fyrir einhverjum árum síðan. Hún sagði fallegt við mig og það þótti mér vænt um. Svo bað hún um reikningsupplýsingar ( sem mér þótti ögn skrítið ) - hún vildi fá að leggja inn á mig smá aur. Hún væri ágætlega stæð og þætti miður að sjá hversu vonlaus staða mín og minna væri. Ég fór aðeins að skæla. Viðurkenni það fúslega,“ skrifar Sigríður. Saga úr lífi : Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið...Posted by Sigríður Thorlacius on Thursday, 15 October 2020 Hún kveðst hafa það betra en flestir í sinni stétt og segir sér ekki vorkunn. Hún geri sér grein fyrir því og er þakklát fyrir þá stöðu sem hún er í. „Sko. Við borgum til þessa samfélags eins og aðrir. Skatta, tryggingagjald og hvað þetta allt heitir. Við berum virðingu fyrir og höfum skilning á því að hér er einhverskonar allsherjar skringiástand í gangi.“ Þá segist Sigríður meðvituð um að kollegar hennar fái ekki allir símtöl frá yndislegum konum lík því sem hún lýsir í pistlinum. Þá geti hún ekki ætlast til þess að slík símtöl komi í röðum og haldi henni á floti? „Hæ ríki - hvað ætlið þið að gera fyrir mitt fólk?“ spyr söngkonan að lokum. Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar. 12. október 2020 22:45 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. 14. október 2020 12:24 Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. 14. október 2020 08:46 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. „Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið fyrir hana fyrir einhverjum árum síðan. Hún sagði fallegt við mig og það þótti mér vænt um. Svo bað hún um reikningsupplýsingar ( sem mér þótti ögn skrítið ) - hún vildi fá að leggja inn á mig smá aur. Hún væri ágætlega stæð og þætti miður að sjá hversu vonlaus staða mín og minna væri. Ég fór aðeins að skæla. Viðurkenni það fúslega,“ skrifar Sigríður. Saga úr lífi : Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið...Posted by Sigríður Thorlacius on Thursday, 15 October 2020 Hún kveðst hafa það betra en flestir í sinni stétt og segir sér ekki vorkunn. Hún geri sér grein fyrir því og er þakklát fyrir þá stöðu sem hún er í. „Sko. Við borgum til þessa samfélags eins og aðrir. Skatta, tryggingagjald og hvað þetta allt heitir. Við berum virðingu fyrir og höfum skilning á því að hér er einhverskonar allsherjar skringiástand í gangi.“ Þá segist Sigríður meðvituð um að kollegar hennar fái ekki allir símtöl frá yndislegum konum lík því sem hún lýsir í pistlinum. Þá geti hún ekki ætlast til þess að slík símtöl komi í röðum og haldi henni á floti? „Hæ ríki - hvað ætlið þið að gera fyrir mitt fólk?“ spyr söngkonan að lokum.
Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar. 12. október 2020 22:45 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. 14. október 2020 12:24 Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. 14. október 2020 08:46 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar. 12. október 2020 22:45
Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21
Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. 14. október 2020 12:24
Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. 14. október 2020 08:46