Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Offramboð af ríkisstarfsmönnum
Alma Möller, Víðir Reynisson, Helgi Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Leifsson, Halla Hrund Logadóttir, Grímur Grímsson, Ragnar Þór Ingólfsson og svo mætti áfram telja. Allt á þetta fólk erindi að eigin mati. Beint úr þjónustu hins opinbera – eða því sem næst í tilviki Ragnars – og inn á þing.

Samþykktu hlutafjárhækkun til að verja tiltekna fjárfesta fyrir gengislækkun
Mikill meirihluti hluthafa samþykkti tillögu stjórnar Controlant um að fara meðal annars í hlutafjárhækkun í því skyni að gefa út uppbótarhluti til að verja þá fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, sem höfðu komið inn í síðasta útboði fyrir þeirri miklu gengislækkun sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni leggja til um þriðjunginn af þeirri fjárhæð sem Controlant hyggst sækja sér í nýtt hlutafé á næstu vikum.

Útlit fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um nærri sextíu prósent
Mun meiri samdráttur en áður var áætlað í verkefnum tengdum dreifingu á bóluefnum gegn Covid-19, ásamt því að hægar hefur gengið að klára samninga við nýja viðskiptavini, veldur því að útlit er fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um hátt sextíu prósent á þessu ári. Samkvæmt tekjuspám sem félagið hefur kynnt fjárfestum í aðdraganda mögulegrar hlutafjáraukningar mun taka um tvö til þrjú ár þangað til umsvifin verða á svipuðum slóðum og á tímum farsóttarinnar.

Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hefur staðfest fullyrðingar blaðamannsins Bob Woodward, sem greinir frá því í nýjustu bók sinni að Donald Trump hafi sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta Covid-próf þrátt fyrir skort í Bandaríkjunum.

Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun
Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri.

Vilja klára stóra fjármögnun í aðdraganda mögulegra samninga við Novo Nordisk
Controlant áformar að klára á næstu vikum allt að sjö milljarða króna fjármögnun, meðal annars með sölu á nýju hlutafé til núverandi og nýrra fjárfesta, í aðdraganda þess að tæknifyrirtækið vonast til að landa stórum samningi við danska lyfjarisann Novo Nordisk. Talsverður kurr er hjá sumum hluthöfum með að þeir fjárfestar sem komu inn í síðasta hlutafjárútboði Controlant, einkum lífeyrissjóðir, hafi fengið samþykkt sérstakt ákvæði sem ver þá gegn þeirri verulegu lækkun á hlutabréfaverði sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli.

Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi
Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist hafa verið nær dauða en lífi árið 2020 þegar hann var smitaður af Covid-19.

Útilokar ekki að bjóða sig aftur fram
Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings.

Fréttamaðurinn hafi vart getað varist hlátri
Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir.

Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens
Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós
Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar.

Telja apabóluna ekki „nýja COVID“
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið.

„Covid virðist vera komið til að vera“
Fyrir um tveimur vikum var greint frá því að Landspítali hefði gripið til aðgerða vegna fjölda Covidsmitaðra inni á spítalanum og í samfélaginu í heild. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ástandið hafa skánað síðan þá.

„Ég ætla ekki að þegja lengur“
„Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19.

Kári vandar um við heimsfrægan rithöfundinn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar.

Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós
Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla.

Joe Biden með Covid
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum.

Bóluefni eða veirur
Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar.

Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum
Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins.

„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“
Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir.

Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir
Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra.

„Við erum bara að reyna að lifa af“
Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir.

Hjúkrunarfræðingur sem neitaði að fara í Covid-próf ekki fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál hjúkrunarfræðings sem höfðaði mál gegn heilbrigðisfyrirtæki sem sagði henni upp eftir að hún neitaði að fara í Covid-hraðpróf.

„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“
„Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly.

Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið
Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni.

„Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“
„Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum.

„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“
„Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna.

Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur
Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna.

„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar.

Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.