Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:11 Bólusetningar gegn kórónuveirunni fóru meðal annars fram í Laugardalshöll á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér. Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér.
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira