Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:11 Bólusetningar gegn kórónuveirunni fóru meðal annars fram í Laugardalshöll á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér. Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér.
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent