Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2024 15:07 Alvarlegar aukaverkanir af Covid-bóluefnum eru sjaldgæfar. Því þykir óvenjulegt að tilkynnt sé um fjögur andlát af völdum þeirra af sama lækni á stuttu tímabili. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir það afar óvenjulegt ef rétt reynist að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis gegn Covid-19 í ljósi þess hversu fágætar alvarlegar aukaverkanir séu. Óháðir sérfræðingar kanna skráningar læknisins á orsökum andlátanna. Bóluefni gegn Covid-19 var í fyrsta skipti skráð sem dánarorsök á Íslandi í dánarmeinaskrá embættis landlæknis í fyrra. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að embættið hefði skráningarnar til skoðunar. Sami læknir skráði öll andlátin síðasta haust. Þau voru þó ekki öll á sama hjúkrunarheimilinu, þvert á það sem RÚV hafði eftir heimildum sínum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að skráningarnar séu til skoðunar í ljósi þess að þær snúist um hugsanlega alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu og að þær séu þær fyrstu af sínu tagi í dánarmeinaskránni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á bóluefnum gegn Covid-19 sem milljónir manna um alla heim hafa fengið undanfarin ár leiða í ljós að alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Engin tengsl hafa fundist við andlát. Líkurnar á að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis á svo skömmum tíma eru því hverfandi. „Ég myndi telja að það væri mjög óvanalegt og það er full ástæða til þess að skoða það,“ segir Guðrún. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Áður fengið óháða sérfræðinga til að kanna tilkynningar um andlát Óháðir sérfræðingar verða fengnir til þess að fara yfir skráningarnar á andlátunum. Guðrún segir að það hafi tvisvar verið gert áður í tengslum við bóluefnin árið 2021. Þannig voru utanaðkomandi öldunarlæknar kallaðir til í tvígang vegna nokkurra andláta á hjúkrunarheimilum sem tilkynnt var um eftir bólusetningar. Í engu þeirra tilfella var talið líklegt að bóluefni hafi valdið dauða fólks. Aðeins eitt bóluefni hefur verið í notkun hér á landi undanfarin misseri, Comirnaty frá lyfjarisanum Pfizer. Það er svokallað mRNA-bóluefni og er ætlað fólki sex mánaða og eldra samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fjörutíu og sjö andlát voru rakin til Covid-19 í fyrra en 213 árið 2022. Ekki frambjóðandi Ábyrgrar framtíðar RÚV sagði jafnframt í frétt sinni að læknirinn sem skráði bóluefnin sem dánarorsök hefði verið „ötull talsmaður“ lyfsins ivermectin. Því var haldið mjög á lofti af andstæðingum bóluefna og annarra sem dreifðu upplýsingafalsi um heimsfaraldurinn þrátt fyrir að það hefði enga virkni gegn veirunni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og frambjóðandi á lista Ábyrgar framtíðar til alþingiskosninganna, krafðist á sínum tíma að fá heimild til þess að vísa á ivermectin sem meðferð gegn Covid-19 en var synjað um það af Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytinu. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi verið einn þekktasti talsmaður ormalyfsins gegn Covid-19 hér á landi er hann ekki læknirinn sem skráði bóluefnin sem orsök andlátanna fjögurra í fyrra. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Vísi og sagðist jafnframt hafa fengið margar spurningar um það í tilefni af frétt RÚV. Bólusetningar Lyf Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37 Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Bóluefni gegn Covid-19 var í fyrsta skipti skráð sem dánarorsök á Íslandi í dánarmeinaskrá embættis landlæknis í fyrra. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að embættið hefði skráningarnar til skoðunar. Sami læknir skráði öll andlátin síðasta haust. Þau voru þó ekki öll á sama hjúkrunarheimilinu, þvert á það sem RÚV hafði eftir heimildum sínum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að skráningarnar séu til skoðunar í ljósi þess að þær snúist um hugsanlega alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu og að þær séu þær fyrstu af sínu tagi í dánarmeinaskránni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á bóluefnum gegn Covid-19 sem milljónir manna um alla heim hafa fengið undanfarin ár leiða í ljós að alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Engin tengsl hafa fundist við andlát. Líkurnar á að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis á svo skömmum tíma eru því hverfandi. „Ég myndi telja að það væri mjög óvanalegt og það er full ástæða til þess að skoða það,“ segir Guðrún. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Áður fengið óháða sérfræðinga til að kanna tilkynningar um andlát Óháðir sérfræðingar verða fengnir til þess að fara yfir skráningarnar á andlátunum. Guðrún segir að það hafi tvisvar verið gert áður í tengslum við bóluefnin árið 2021. Þannig voru utanaðkomandi öldunarlæknar kallaðir til í tvígang vegna nokkurra andláta á hjúkrunarheimilum sem tilkynnt var um eftir bólusetningar. Í engu þeirra tilfella var talið líklegt að bóluefni hafi valdið dauða fólks. Aðeins eitt bóluefni hefur verið í notkun hér á landi undanfarin misseri, Comirnaty frá lyfjarisanum Pfizer. Það er svokallað mRNA-bóluefni og er ætlað fólki sex mánaða og eldra samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fjörutíu og sjö andlát voru rakin til Covid-19 í fyrra en 213 árið 2022. Ekki frambjóðandi Ábyrgrar framtíðar RÚV sagði jafnframt í frétt sinni að læknirinn sem skráði bóluefnin sem dánarorsök hefði verið „ötull talsmaður“ lyfsins ivermectin. Því var haldið mjög á lofti af andstæðingum bóluefna og annarra sem dreifðu upplýsingafalsi um heimsfaraldurinn þrátt fyrir að það hefði enga virkni gegn veirunni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og frambjóðandi á lista Ábyrgar framtíðar til alþingiskosninganna, krafðist á sínum tíma að fá heimild til þess að vísa á ivermectin sem meðferð gegn Covid-19 en var synjað um það af Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytinu. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi verið einn þekktasti talsmaður ormalyfsins gegn Covid-19 hér á landi er hann ekki læknirinn sem skráði bóluefnin sem orsök andlátanna fjögurra í fyrra. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Vísi og sagðist jafnframt hafa fengið margar spurningar um það í tilefni af frétt RÚV.
Bólusetningar Lyf Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37 Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37
Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58