Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Skipu­lags­yfir­völd ó­sátt við Damon Albarn

Ís­lenski ríkis­borgarinn og popp­stjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitar­stjórn í De­von sýslu í suður­hluta Eng­lands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tón­listar­manninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk kona al­var­lega særð eftir stungu­á­rás í Lundi

Íslensk kona um fimmtugt var flutt alvarlega særð á sjúkrahús eftir að hafa verið stungin með hníf á heimili í Lundi í suðurhluta Svíþjóðar á laugardag. Maður sem tengist konunni var handtekinn á hverfishátíð í grenndinni skömmu eftir árásina en sleppt í gærkvöldi. Hann er ekki lengur grunaður um árásina.

Erlent
Fréttamynd

Framsal ekki mögulegt í tilfelli Svedda tannar

Sverrir Þór Gunnarsson hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum brasilísku alríkislögreglunnar í tengslum við umfangsmikla sakamálarannsókn þar í landi. Sem stendur er hann vistaður í fangelsi í Rio de Janeiro. Ekki kemur til greina að framselja Svedda til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

Neytendur
Fréttamynd

Hálf­ís­­lensk leik­­kona á upp­­­leið í Banda­­ríkjunum

Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson.

Lífið
Fréttamynd

Hildur endur­heimti hljóð­færið

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur endurheimt einstakt hljóðfæri, sem stolið var þegar brotist var inn á heimili hennar í Berlín í fyrradag. Hljóðfærið, sem minnir á selló og er kallað dórófónn í höfuðið á hönnuði þess Halldóri Úlfarssyni, vakti heimsathygli árið 2020 þegar Hildur notaði það í tónlist stórmyndarinnar Joker.

Lífið
Fréttamynd

Brotist inn til Hildar

Brotist var inn til óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur í Berlín. Hildur segir innbrotsþjófinn hafa stolið hljóðfæri sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana en sé verðlaust fyrir þjófinn. Hún óskar eftir hjálp við að finna hljóðfærið.

Innlent
Fréttamynd

Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til?

Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram.

Lífið
Fréttamynd

Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra

Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Diljá komst ekki áfram

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var alveg hryllingur“

Guðmundur Felix Grétarsson þurfti á dögunum að gangast undir fimm aðgerðir eftir að líkaminn hans byrjaði að hafna öðrum handleggnum hans. Um tíma hafi hann verið skíthræddur um að missa handlegginn. Hann segir þó að í dag sé staðan á sér nokkuð góð.  

Innlent
Fréttamynd

Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi

Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Katrín fundar með Selenskí

Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.

Innlent