Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Hún mætti á dögunum í glæsilegum kjól frá Prabal Gurung á Met Gala í hópi frægðarmenna og stefnir hraðbyri að því að verða einn þekktasti Íslendingurinn.
Laufey deildi hluta af myndskeiði úr þætti Fallon á Instagram síðu sinni. Eðli málsins samkvæmt hefur myndskeiðið vakið gríðarlega athygli enda heillaði söngkonan salinn upp úr skónum með seiðandi flutning.
Laufey hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched. Þá hefur hún verið á tónleikaferðalagi um heim allan og kom til að mynda fram í Hörpu á dögunum svo athygli vakti.